Ævintýraferðir með Exodus Travels í 30 ár

567 8978

Langar þig að upplifa alvöru ævintýri?

Fylltu inn í reitina hér fyrir neðan og við munum svara þér eins fljótt og auðið er.

Um Okkur

Ultima Thule er ferðaskrifstofa sem selur ævintýraferðir með Exodus Travels um allan heim. Ferðir á þessari heimasíðu eru allar með Exodus Travels en Ultima Thule sér um sölu á þeim hér á landi. Exodus Travels er enskt fyrirtæki sem bíður upp á 500 tegundir ferða í yfir 90 löndum. Viljir þú sjá undur heimsins og prófa eitthvað annað en að spranga um á sólarströnd þá ertu á réttum stað.

Markmið Ultima Thule er að bjóða Íslendingum upp á spennandi utanlandsferðir í háum gæðaflokki á sanngjörnu verði. Einnig leggjum við okkur fram um að veita persónulega og góða þjónustu. Við val á samstarfsaðilum okkar höfum við það að leiðarljósi að þeir séu ábyrgir, bjóði skemmtilegar gæðaferðir og að ferðast sé í litlum hópum.

Nafnið á ferðaskrifstofunni er sótt í sögu Íslands en talið er að Ísland hafi verið nefnt Ultima Thule af landkönnuðinum Pyþeas nokkrum öldum fyrir landnám víkinga. Ultima Thule var lýst sem dularfullu landi við ystu mörk jarðarkringlunnar og handan við það væri ekkert annað en ísilagið heimskautshaf.

Vottorð Ferðaskrifstofu